Newsletter Help
Change language Icelandic (Íslenska)

Hvernig gerist ég félagi

Become a KPR member, and enjoy cheaper prices immediately. Register here.

Delivery to 24 countries is now much cheaper. Click here to learn about new shipping fees to your country.

Félags skráningar form

Ég óska eftir því að gerast félagi í KPR

Upplýsingar um félagsaðild

Þú getur orðið félagi í KPR jafnvel þótt þú skiljir ekki slóvakísku og hefur svo verið frá september 2007.
Klúbburinn var formlega stofnaður árið 2000 og var síðan þá eingöngu á slóvakísku. Fjölmargir félagar gengu í hann, aðallega frá Slóvakíu og Tékklandi.
Í dag getur þú einnig notið allra fríðinda sem aðild að KPR veitir þér og ekki skiptir máli hvaða tungumál þú talar.
Við bjóðum alla velkomna, hvar sem þeir búa, aðalmálið er að hafa gaman af plöntugrúski. Gakktu í klúbbinn núna!
Því miður er þó enn einn hængur á: Þú getur ekki lesið veftímarit félagsins Botanix ef þú skilur ekki þau mál sem það er skrifað á.
Hins vegar getur þú hafið útgáfu á eigin tímariti? Með samvinnu við aðra ræktendur og garðyrkjuáhugamenn sem tala sama mál má byrja að safna saman athygliverðum upplýsingum um garðyrkju, plöntur og fleira og hefja útgáfu á eigin tungumáli.
Þetta verður bara takmarkalaus ánægja!
Þó er þess að geta að upplýsingar sem koma fram í Botanix henta fyrst og fremst þeim sem búa í mið Evrópu en síður þeim sem búa á mjög norðlægum slóðum og alls ekki þeim sem búa í hitabeltinu.

Aðild að KPR Slóvakíu

Hvers vegna skyldi ég gerast félagi í KPR

1. Félagar í KPR fá betri kjör en aðrir. Sjá dæmi um það hér undir. (Það eru engin takmörk á pöntunum.)

Verð fyrir KPR félaga Verð fyrir ófélagsbundna %-afsláttur
0,50 € 0,70 € 29%
0,70 € 0,90 € 22%
1,00 € 1,50 € 33%
3 € 4 € 25%

2. Hver félagi getur fengið 5 FRÍ fræsýnishorn á hverju ári frá Fræ- og Plöntubanka KPR (ekki þó af pálmum og köngulpálmum og örfáum öðrum tegundum). Félagar hafa einnig rétt á því að fá 50% afslátt á öðrum sýnishornum (Almennur verðstaðall er 1 Evrur fyrir sýnishorn en verð fyrir KPR félaga er aðeins 0,50 Evrur).

3. Pantanir frá félögum ganga fyrir og eru afgreiddar á undan pöntunum frá ófélagsbundnum aðilum.

4. Frí ráðgjöf er nú á 11 tungumálum um ýmislegt sem lýtur að hverskonar ræktun.

5. Þú getur notað Hlaupareikning þinn hjá KPR til að greiða, fyrir utan nokkra aðra valmöguleika.

Hlaupareikningur - Upplýsingar um Hlaupareikning
Hlaupareikningur er þægileg leið til innkaupa í KPR. Þú leggur inn á reikninginn áður en þú pantar nokkuð. Hvenær sem þú leggur inn pöntun verður andvirðið dregið af reikningnum. Þetta þýðir einfaldlega það að ekki þarf að bíða eftir greiðslum og hægt er að pakka og senda vöruna strax til þín. Þú getur lagt inn á hlaupareikninginn þinn hvenær sem er með öllum samþykktum greiðsluaðferðum.
Hvenær sem þú villt leggja inn á hlaupareikninginn þá verður þú að gefa upp númerið svo við vitum hvert greiðslan á að fara. Þegar peningarnir berast getum við lagt þá inn á reikninginn. Engin takmörk eru á því hversu mikið þú getur lagt inn. Þú getur notað reikninginn strax og lagt hefur verið inn á hann.
Óskir þú að greiða pöntun út af hlaupareikningnum þá lætur þú okkur vita með eftirfarandi skilaboðum: "Pöntun mín verður greidd af hlaupareikning mínum númer XXXXXXX". Eftir greiðslu verður gengið frá pöntuninni og hún send til þín.
Þú getur fengið inneign þína á hlaupareikningi endurgreidda hvenær sem er. Hins vegar minnum við þig á að það smá þóknun verður dregin frá vegna endurgreiðslunnar. Fari endurgreiðslan fram í gegn um PayPal er engin þóknun tekin og moneybookers.com taka aðeins 0,5 evrur í þóknun fyrir hverja millifærslu. Hafðu endilega samband við okkur ef þú villt greiða með einhverju öðrum leiðum en við bjóðum upp á. Endurgreiðslan verður framkvæmd innan 60 daga eftir að við fáum beiðni frá þér.
Athugaðu: Með hlaupareikningi getur þú sparað þér kostnað sem hlýst af peningaflutningum. Þú þarft aðeins að flytja þá einu sinni á reikninginn og borgar síðan pantanir þínar af þessum reikningi eftir þörfum.
Einhverjar spurningar?

6. Pantir þú fyrir meira en 80 evrur á ári færðu bónus. Þá máttu panta aukalega fræ eða plöntur fyrir 10 evrur, þér að kostnaðarlausu!

7. Árlegt happdrætti með vinningum upp á 50, 30 og 15 evrur sem nota má til innkaupa hjá okkur!

...auk fjölmargra annarra kosta sem við kynnum þér.

Aðildarskilyrði

1. Þú verður að fylla út Félaga skráningarformið og borga 10 evrur í árgjald fyrir 31. maí ár hvert. Gróði af árlegum áskriftum er notaður til að þróa starfsemi KPR um heim allan.

Árgjald fyrir 2019

(Aðild gildir frá 1.10.2018 til 31.12.2019)

Árlegt áskriftargjald Fyrsta árið Endurnýjun fyrir næsta ár
10 Euro 5 Euro

2. Þú verður að leggja inn að minnsta kosti tvær pantanir á ári úr því sem klúbburinn býður. Það er ekkert lágmark á hverri pöntun.

3. Einnig máttu leggja fram frjáls framlög auk áskriftarinnar sem munu að öllu leyti ganga til þróunar KPR netsins um heim allan.

Hefur þú áhuga á að verða félagi í KPR? Það er auðvelt. Gakktu í klúbbinn núna. Fylltu bara út skráningarformið.

Félags skráningar form

Ég óska eftir því að gerast félagi í KPR


Þú hefur sett val þitt í körfu.